Banda­ríski tón­listar­maðurinn og Gram­my-verð­launa­hafinn Coolio er látinn, 59 ára að aldri. Coolio, sem hét réttu nafni Artis Leon Ivey Jr., átti eitt allra vin­sælasta lag 10. ára­tugarins, Gangsta‘s Para­dise, en fyrir lagið hlaut hann ein­mitt Gram­my-verð­laun.

Dánar­or­sök liggur ekki fyrir en um­boðs­maður hans, Jarez Pos­ey, sagði við fjöl­miðla að Coolio hefði látist á heimili fé­laga síns. Hann hafi farið á klósettið en þegar fé­laga hans var farið að lengja eftir honum hafi hann farið að kanna málið. Fannst Coolio þá liggjandi á gólfi bað­her­bergisins. TMZ greinir frá því að ekki leiki grunur á sak­næmri hátt­semi.

Coolio var alls til­nefndur fimm sinnum til Gram­my-verð­launa á ferli sínum sem hófst á 9. ára­tug liðinnar aldar. Hans fyrsta plata kom út árið 1994 og náði fyrsta lag plötunnar, Fantastic Voya­ge, 3. sæti á banda­ríska Bill­board-listanum. Það var hins vegar Gangsta‘s Para­dise, lag úr myndinni Dan­gerous Minds, sem kom honum ræki­lega á kortið. Fyrr á þessu ári náði mynd­bandið við lagið milljarði á­horf­a á YouTu­be sem þykir býsna merkur á­fangi.