Fyrr­verandi pipar­sveinninn Col­ton Underwood sást spóka sig um með nýjum elsk­huga á Havaí. Rúmir fimm mánuðir eru síðan Underwood greindi frá því að hann væri sam­kyn­hneigður í við­tali í þættinum ,,Good Morning America’’. Underwood var Pipar­sveinninn í 23. seríu þáttarins árið 2019.

Í við­talinu sagðist hann lengi vel hafa hatað sjálfan sig en fyrr á árinu hafi hann náð sáttum við sann­leikann og sé nú hamingju­samari en nokkru sinni fyrr.

Raun­veru­leika­stjarnan sem er 29 ára, sást njóta lífsins á ströndinni í Maui með fjár­öflunar­manninum (e. politi­cal fundra­iser) Jordan C. Brown sem vann að her­ferðum John Kerry árið 2004, Barack Obama bæði 2008 og 2012 og Hillary Clin­ton 2016.

Sam­kvæmt heimildum Page Six hafa þeir verið að hittast í ein­hvern tíma og eru sagðir vera í sam­bandi.