Co­leen Roon­ey, eigin­kona knatt­spyrnu­mannsins Wa­yne Roon­ey, hefur opnað sam­fé­lags­miðla sína á nýjan leik. Hún lokaði miðlum sínum eftir að hafa á­sakað vin­konu sína, Rebekuh Var­dy, um að leka sögum um sig og fjöl­skyldu sína í breska götu­blaðið The Sun.

Co­leen kveðst hafa lagt gildru fyrir Rebekuh með því að setja inn færslur á Instagram sem að­eins Rebekah sá. Þegar færslurnar tóku að birtast í The Sun sendi Co­leen frá sér yfir­lýsingu þess efnis að Rebekah hefði lekið sögunum í fjöl­miðla. Rebekah þver­tekur þó fyrir þetta og hefur ráðið tölvu­sér­fræðing til þess að ráða fram úr hlutunum.

Co­leen hvarf af braut sam­fé­lags­miðla á meðan mestu lætin gengu yfir en birti í gær mynd af eins árs syni sínum á Twitter. Í færslunni segir hún að þau mæðginin hafi ætlað að vera með restinni af fjöl­skyldunni á Barba­dos, en að hún hafi veikst vegna sýkingar og þurft að vera eftir heima. Henni heilsist betur en megi ekki ferðast. Co­leen sagðist hafa birt færsluna áður en gróusögur færu á flug.