Í nótt fór fram 94. Óskarsverðlaunahátíðin í Bandaríkjunum þar sem kvikmyndin CODA hlaut titilinn sem besta kvikmynd ársins.
Leikarinn Troy Kotsur vann sem besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni. Við afhendinguna hélt hann hjartnæma ræðu þar sem hann tileinkaði verðlaununum samfélagi heyrnaskertra og heyrnalausra, C.O.D.A, lömuðum og fötluðum.
Kvikmyndinni er leikstýrt af Sian Heder og segir sögu af hinni 17 ára Ruby sem er dóttir heyrnalausra foreldra, en er sjálf heyrandi og á hún draum um að verða söngkona.
Óskarsverðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki hlaut Jessica Chastain. Verðlaunin hlýtur hún fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Eyes of Tammy Faye.
Óskarsverðlaunin sem besti karlkynsleikari í aðalhlutverki hlaut Will Smith í kvikmyndinni King Richard. Þetta var fyrsti sigurinn hans af þremur til tilnefningum.
Leikkonan Ariana DeBose skrifaði sig í sögubækurnar á verðlaununum nótt sem fyrsta manneskjan sem er dökk á hörund og opinberlega hinsegin kona til að vinna Óskarsverðlaun fyrir leik í kvikmynd.
DeBose hlaut verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í West Side Story.
The Oscar for Actress in a Supporting Role goes to Ariana DeBose for her exceptional performance in 'West Side Story.' #Oscars @ArianaDeBose pic.twitter.com/ZydSL3LD3m
— The Academy (@TheAcademy) March 28, 2022
Sigurvegarar í helstu flokkum:
Kvikmynd ársins: CODA
Leikari í aðalhlutverki: Will Smith, King Richard
Leikkona í aðalhlutverki: Jessica Chastain, The Eyes of Tammy Faye
Leikari í aukahlutverki: Troy Kotsur, CODA
Leikkona í aukahlutverki: Ariana DeBose, West Side Story
Leikstjórn: Jane Campion, The Power of the Dog
Besta erlenda kvikmyndin: Drive My Car
Handrit byggt á áður útgefnu verki: CODA - Sian Heder
Heimildamynd í fullri lengd: Summer of Soul
Teiknimynd í fullri lengd: Encanto
Besta frumsamda handritið: Belfast - Kenneth Branagh
Besta kvikmyndatónlistin: Dune - Hans Zimmer
Besta sönglagið: No Time to Die - Billie Eilish og Finneas O'Connell