Bandaríski leikarinn George Clooney kom öllum í opna skjöldu í spjallþætti CBS Sunday Morning þegar hann kvaðst klippa sig sjálfur með Flowbee klippigræju. Flowbee er uppfinning frá níunda áratugnum sem er eflaust hvað frægust fyrir að hafa verið skopstæld í bíómyndinni Wayne´s World.
„Ég er búin að vera klippa hárið mitt sjálfur í 25 ár,“ sagði Clooney í spjallþættinum. „Hárið mitt minnir á strá svo það er auðvelt að klippa það. Maður getur ekki gert nein mistök.“
Actor/director George Clooney tells @thattracysmith that he's been cutting his own hair for years - by using the Flowbee haircutting machine https://t.co/SWYT8pFC8h pic.twitter.com/bKepm5LQCM
— CBS Sunday Morning 🌞 (@CBSSunday) November 29, 2020
Ryksugan virkar
Því næst sagðist Clooney hafa keypt Flowbee fyrir þó nokkrum árum sem hann notist enn við. „Það kemur með ryksugu og skærum. Ég á það enn. Klippingin mín tekur bókstaflega svona tvær mínútur,“ sagði Clooney hlægjandi við forviða þáttastjórnandann. „Í alvöru, þetta virkar.“
Fjölmiðlar ytra eru ekki sannfærðir um að Clooney sé að fara með satt mál og hafa hann grunaðan um strákapör. Leikarinn er löngu orðin frægur fyrir hrekki sína og spinnur hann iðulega upp skemmtilegar sögur í viðtölum.