Band­a­rísk­i leik­ar­inn Ge­or­ge Clo­on­ey kom öll­um í opna skjöld­u í spjall­þætt­i CBS Sund­a­y Morn­ing þeg­ar hann kvaðst klipp­a sig sjálf­ur með Flowb­e­e klipp­i­græj­u. Flowb­e­e er upp­finn­ing frá ní­und­a ár­a­tugn­um sem er ef­laust hvað fræg­ust fyr­ir að hafa ver­ið skop­stæld í bí­ó­mynd­inn­i Wa­yn­e´s World.

„Ég er búin að vera klipp­a hár­ið mitt sjálf­ur í 25 ár,“ sagð­i Clo­on­ey í spjall­þætt­in­um. „Hár­ið mitt minn­ir á strá svo það er auð­velt að klipp­a það. Mað­ur get­ur ekki gert nein mis­tök.“

Ryksugan virkar

Því næst sagð­ist Clo­on­ey hafa keypt Flowb­e­e fyr­ir þó nokkr­um árum sem hann not­ist enn við. „Það kem­ur með ryk­sug­u og skær­um. Ég á það enn. Klipp­ing­in mín tek­ur bók­staf­leg­a svon­a tvær mín­út­ur,“ sagð­i Clo­on­ey hlægj­and­i við for­við­a þátt­a­stjórn­and­ann. „Í al­vör­u, þett­a virk­ar.“

Fjöl­miðl­ar ytra eru ekki sann­færð­ir um að Clo­on­ey sé að fara með satt mál og hafa hann grun­að­an um strák­a­pör. Leik­ar­inn er löng­u orð­in fræg­ur fyr­ir hrekk­i sína og spinn­ur hann ið­u­leg­a upp skemmt­i­leg­ar sög­ur í við­töl­um.