Söng­konan geð­þekka Kel­ly Clark­s­on, hefur fengið varan­legt nálgunar­bann á tvo elti­hrella sem herjað hafa á heimili hennar og fjöl­skyldu undan­farin misseri með til­heyrandi raski og ó­næði. TMZ greinir frá

Nálgunar­bannið var gefið út síðast­liðinn fimmtu­dag gegn þeim Victor Fernandez og Huguette Nico­le Young, en næstu fimm árin er þeim bannað með lögum að hafa sam­band við Clark­s­on eða börn hennar. Þá verða þau að halda sig í að minnsta kosti 90 metra fjar­lægð frá heimili hennar og fjöl­skyldu.

Í desember síðast­liðnum mætti Fernandez á vöru­bíl að heimili Clark­s­on og krafðist þess að hitta söng­konuna en var neitað. Síðan þá hefur hann mætt ótal mörgum sinnum í sömu erinda­gjörðum. Þá stóðu öryggis­verðir Clark­s­on Fernandez að því að taka myndir af bif­reið þar sem börn Clark­s­on voru innan­borðs.

Auk Fernandez hefur Young einnig ó­náðað söng­konuna í­trekað síðustu vikur. Að sögn öryggis­varða Clark­s­on eru þetta meira en á­tján skipti þar sem Young hefur mætt að heimili Clark­s­on með bæði gjafir og bréf. Clark­s­on fékk þá tíma­bundið nálgunar­bann á Young, en þrátt fyrir það hélt hún á­fram að mæta.