„Mér var gert viðvart um „sameiginlega“ yfirlýsingu á sama tíma og ykkur svo ég hef þurft smá tíma til að melta þetta,“ segir Bachelorette-stjarnan Clare Crawley um sambandsslitin við Dale Moss í færslu á Instagram-síðu sinni. Þar talar hún til aðdáenda sinna um yfirlýsingu sem Dale birti á Instagram-síðu sinni í vikunni.

Clare segir að hennar tilætlanir í sambandinu hafi alltaf verið skýrar. „Í sannleika sagt er ég í rúst,“ segir Clare.

Hún segir að þetta sé ekki það sem hún hafi búist við eða vonast eftir og að árið 2020 hafi sannarlega verið henni erfitt því að hún hafi þurfti að takast á við margar áskoranir eins og veikindi móður hennar, nýtt samband og auðvitað blessuð veiran, eins og við öll, og að hún hafi beðið spennt eftir að þessu lyki öllu.

„Samband okkar var ekki fullkomið en ég get sagt að ég lagði allt hjarta mitt í það. Það getur vel verið að ég sé ekki með svörin en það sem ég veit er að ég mun halda áfram að mæta, standa með orðum mínum og halda með ástinni,“ segir Clare að lokum.

Færsluna má sjá hér að neðan.

Er önnur kona í spilinu?

Erlendir slúðurmiðlar keppast við að segja frá sambandsslitunum og E! er greint frá því að Clare hafi lengi grunað Dale um að halda fram hjá sér. Þar er nafngreind kona sem er fasteignasali í New York. Dale hefur þó ávallt haldið því fram að samband hans við konuna sé aðeins faglegt.