Piparmeyin Clare Crawley deildi um helgina færslu full vonar á Instagram-síðunni sinni í kjölfarið á því að bandaríski miðilinn Us Weekly fékk það staðfest að hún og Dale Moss séu byrjuð aftur saman. Parið varði helginni á Ritz-Carlton hótelinu í Sarasota í Flórída.
„Safna minningum,“ sagði Crawley við færsluna sem hún deildi þar sem hún hélt á marglitum skeljum sem hún hafði safnað á ströndinni. Á ströndinni má svo sjá glitta í tær manneskju sem er með gyllt naglalakk og eins og einhverjir glöggir aðdáendur parsins vita að þá tapaði Moss veðmáli og þurfti að lakka neglurnar gylltar í liðinni viku.
Þá tóku aðrir eftir því að á hendi Crawley var aftur að finna hring á baugfingri. Ekki sést á myndinni hvaða hring er um að ræða en sá sem hún fékk frá Moss í Bachelorette er einn sá glæsilegasti sem hefur verið notaður í bónorð í þáttaröðinni.
Virtust mjög ástfangin
Moss deildi einnig mynd af hótelinu og sagði „Verður aldrei gamalt“ um útsýnið af hótelherberginu.
Á Bachelor Nation Instagram-slúður síðu var birt mynd af parinu að haldast í hendur á ströndinni nærri hótelinu. Manneskjan sem tók myndina sagði í viðtali við Us Weekly að þau hefðu verið mjög ástúðleg og brosað mikið.
Trúlofun eftir tvær vikur
Eins og flestir vita trúlofaði parið sig eftir að aðeins tveggja vikna þátttöku í Bachelorette og þurfti að fá nýja piparmey, Tayshia Adams, til að ljúka þáttaröðinni. Moss tilkynnti um miðjan janúarmánuð að þau væru hætt saman. Minna en mánuði seinna sáust þau saman í Flórída. Us Weekly fékk svo staðfest síðasta föstudag að þau ætli að láta reyna á sambandið aftur.