Bachelorette ofur­parið Clare Crawl­ey og Dale Moss eru hætt saman, eftir nokkurra mánaða trú­lofun. Banda­ríski slúður­miðillinn Page Six full­yrðir þetta fullum fetum.

Einungis eru fimm mánuðir síðan Dale bað Clare um að trú­lofast sér í ó­trú­legum upp­hafs­þáttum af Bachelorette seríunni. Heimildar­menn Page Six, sem sagðir eru nánir fyrr­verandi parinu, segja hlutina hafa gerst of hratt.

„Það er fullt af vanda­málum þeirra á milli. Ég veit ekki hvað varð til þess að þau sprungu en hún vill að hann flytji til Sacra­mento og hann var ekki spenntur fyrir því. Hún vill börn strax, en ekki hann,“ segir heimildar­maðurinn.

Fram kemur í frétt Page Six að að­dá­endur hafi verið farið að gruna að Adam væri ekki lengur í para­dís, eftir að parið fór að birta ýmsar dular­fullar Insta­gram færslur.

Þannig hafi hin 39 ára gamla Clare meðal annars birt mynd af sér þar sem hún heldur í hönd móður sinnar. „Hún á góða og slæma daga, eins og við öll. Í dag gat ég ekki falið minn slæma dag. Mamma veit alltaf. Án þess að segja nokkuð, þá teygði hún sig í vasann og gaf mér tis­sjú og hélt bara í höndina mína.“

Þá deildi Dale færslu þar sem hann vitnaði í trúar­rit. „Á­ætlanir guðs eru stærri en við getum í­myndað okkur,“ skrifaði hann í færslunni. Dale staðfesti síðar í kvöld á Instagram að sambandsslitin hefðu svo sannarlega átt sér stað.

Instagram/Skjáskot