María Gomez heldur úti matarblogginu Paz.is sem ætlað er nautnaseggjum sem hafa gaman af því að baka og elda góðan mat án mikillar fyrirhafnar, en flestar uppskriftirnar eru í einfaldari kantinum. María er mikill sælkeri og segist alltaf hafa haft gaman af því að reyna fyrir sér í eldhúsinu og fáum við að birta úrval uppskrifta úr fórum hennar.

4 1/2 bollar hveiti

1 tsk salt

1/2 bolla sykur

1 bréf eða 11 gr af þurrgeri

2 egg

1/3 bolla olía

1 bolla mjólk

 1. Byrjið á að setja þurrefnin saman í skál og hrærið saman léttilega. Setjið næst mjólk, olíu og egg út í og hnoðið saman. Ef deigið er ekki að límast vel saman bætið þá mjólk í það.


Deigið er til þegar það er búið að hringa sig utan um krókinn.


 1. Breiðið næst stykki yfir deigið og látið hefast í 30-40 mínútur á volgum stað (má líka hefast lengur). Ég læt það alltaf hefast yfir volgum miðstöðvarofni.


 1. Athugið að deigið hefast ekkert svakalega mikið og er frekar þungt í sér, svo ekki hafa áhyggjur af því.


 1. Á meðan deigið er að hefast útbý ég kremið og fyllinguna inn í snúðana.

Fylling

 • 1 bolli púðursykur
 • 2 1/2 msk af kanil
 • 1/3 bolla af mjúku smjöri


Mér finnst best að setja smjörlíkið aðeins í örbylgju, ekki til að bræða það alveg heldur bara mýkja það vel. Set það í svona 15-20 sekúndur. Það er allt í lagi þó hluti af því sé bráðnaður eitthvað.

Svo er púðursykri og kanil hrært saman við smjörið og lagt til hliðar.

Mér finnst gott að þrýsta bakinu á matskeið niður og kremja fyllinguna þannig, frekar en að hræra. Þá nær maður frekar að blanda þessu vel saman.

Athugið að fyllingin er smá laus í sér og það þarf að þjappa henni á deigið (Kemur að því á eftir)

Kremið 

 • 1 dl rjómaost
 • 1/4 bolla af mjúku smjöri
 • 1 1/2 bolla flórsykur
 • 1/2 tsk vanilludropa


Ég hita smjörið ögn í örbylgjunni eins og áður til að mýkja það. Svo hræri ég saman smjörinu, rjómaostinum og vanilludropunum. 

Síðast set ég svo sykurinn út í.

Næsta skref með snúðana 

 1. Þegar deigið er búið að hefast er það flatt út í ferning. Ekki hafa hann of þunnan, best að hafa hann í þykkari kantinum, því þá verða snúðarnir meira djúsí.


 1. Setjið svo fyllinguna vel yfir allt deigið. Eins og ég sagði að ofan er hún smá laus í sér svo þar þarf bara að þjappa henni aðeins á.


 1. Rúllið síðan deiginu upp í pulsu, og skerið í frekar þykka bita, eins og c.a 5 cm.


 1. Raðið snúðunum í eldfast mót og leyfið þeim að hefast undir stykki í svona 10 mínútur aftur ef vill, þarf samt ekki ef þið viljið sleppa því.


 1. Bakið svo á 180 °C-190 C° bæstri í 15 mínútur. Snúðarnir eiga að vera gullinbrúnir þegar þeir koma úr ofninum.


 1. Setjið svo síðast rjómaostakremið á snúðana sjóðandi heita og berið fram