Christine McVie söngkona og lagahöfundur í Fleetwood Mac er látin 79 ára að aldri. Fjölskylda hennar greinir frá, að því er fram kemur á vef BBC.
Breska tónskáldið samdi lög líkt og Little Lies, Everywhere, Don't Stop, Say You Love Me og Songbird. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að hún hafi látist á spítala umkringd ástvinum.
McVie yfirgaf Fleetwood Mac eftir 28 ár árið 1998 en gekk aftur til liðs við sveitina árið 2014. Fjölskylda hennar biður alla um að hugsa hlýlega til Christine, hún hafi verið dáð og elskuð um heim allan.
Christine hét upprunalega Christine Perfect. Hún giftist bassaleikara Fleetwood Mac, John McVie og gekk til liðs við bandið árið 1971.