Christine McVi­e söng­kona og laga­höfundur í Fleetwood Mac er látin 79 ára að aldri. Fjöl­skylda hennar greinir frá, að því er fram kemur á vef BBC.

Breska tón­skáldið samdi lög líkt og Litt­le Lies, E­verywhere, Don't Stop, Say You Love Me og Son­g­bird. Í til­kynningu frá fjöl­skyldu hennar segir að hún hafi látist á spítala um­kringd ást­vinum.

McVi­e yfir­gaf Fleetwood Mac eftir 28 ár árið 1998 en gekk aftur til liðs við sveitina árið 2014. Fjöl­skylda hennar biður alla um að hugsa hlý­lega til Christine, hún hafi verið dáð og elskuð um heim allan.

Christine hét upp­runa­lega Christine Per­fect. Hún giftist bassa­leikara Fleetwood Mac, John McVi­e og gekk til liðs við bandið árið 1971.