Bandaríska leikkonan Christina Ricci, sem er þekkt fyrir að hafa leikið Wednesday í Addams fjölskyldunni, hefur eignast sitt annað barn.

Ricci birt mynd af nýfæddri dóttur sinni, Kleópötru sem hefur fengið gælunafnið Kleó.

„Litla Kleó er komin í heiminn. Við erum svo ástfangin af henni. Hún á líka besta pabba í heimi,“ skrifaði Ricci á Instagram.

Eiginmaður hennar, hárgreiðslumeistarinn Mark Hampton, skrifaði einnig: „Við elskum þig svo mikið Kleópatra Ricci Hampton. Eiginkona mín býr til fallegustu börnin.“

Þetta er fyrsta barn Hamptons en annað barn Ricci sem á einnig son með kvikmyndatökumanninum James Heerdegen sem hún skildi við í fyrra eftir sjö ára hjónaband. Ricci sótti um skilnað við Heer­de­gen eftir að hann beitti hana of­beldi.