Fyrir­sætan Chris­sy Teigen er þekkt fyrir að láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og svara fyrir sig þegar hún sætir gagnrýni. Nýjasta dæmi þess er þegar hún svaraði fylgjanda sem virtist taka það nærri sér að Chris­sy væri fá­klædd fyrir framan dóttur sína.

„Jesús minn, hyldu þig dóttir þín er þarna,“ skrifaði fylgjandinn hneykslaður. Ekki leið á löngu þar til svar barst frá Chrissy sem upplýsti fylgjandann um stöðu mála. Hún sagði þriggja ára dóttur sína, Lunu, hafa verið á brjósti í marga mánuði og að hún virtist ekki láta nektina á sig fá.

Nakin eða í nær­fötum

Þetta var þó ekki eini að­dáandi Chris­sy sem fann sig knúinn til að gera at­huga­semd við klæða­val hennar. „Klæðistu yfir­höfuð nær­fötum,“ sagði sá Insta­gram notandi en ekki er ljóst um hvort hæðni eða for­vitni réði för þar. „Er þér kalt þarna uppi,“ svaraði Chris­sy um hæl og virtust at­huga­semdirnar ekki fara fyrir brjóstið á henni.

Það fer ekki á milli mála að Chris­sy svarar ó­spart fyrir sig á máta sem margir mættu ef­laust taka til fyrir­myndar.

Þúsundir fylgjenda hafa líkað við svar hennar á Instagram.
Mynd/Instagram