Fyrir­sætan Chris­sy Teigen lýsir þeirri erfiðu lífs­reynslu að þurfa að fæða and­vana barn, í ein­lægri færslu á Insta­gram. Teigen greindi frá því að ekki hafi tekist að bjarga syni hennar, og eigin­manns hennar, John Legend, þann fyrsta októ­ber síðast­liðinn. Hún var gengin 20 vikur á leið þegar þau misstu son sinn, sem var nefndur Jack.

Teigen var lögð inn á sjúkra­hús tveimur dögum áður en hún missti drenginn vegna mikilla blæðinga. Hún greindi frá því að ekki hafi verið hægt að stöðva blæðingarnar eða gefa barninu vökva.

Hefði ekki lifað af

„Ég var nú þegar búin að sætta mig við það sem myndi gerast: Ég myndi fá mænu­deyfingu og vera látin fæða 20 vikna son okkar. Strák sem hefði aldrei lifað af í maganum mínum,“ skrifaði Teigen um tímann á sjúkra­húsinu í gær­kvöldi.

Hún hafði verið rúm­liggjandi í rúm­lega mánuð til að reyna að auka lífs­líkur drengsins og ná að ganga í 28 vikur með hann. Blæðingarnar jukust þó með dögunum og var nánast enginn vökvi eftir til að um­lykja Jack litla þegar hún var lögð inn á sjúkra­hús.

Sár kveðju­stund

„Eftir tvær nætur á sjúkra­húsi sagði læknirinn mér ná­kvæm­lega það sem ég vissi að væri í vændum, að það væri komin tími til að kveðja.“ Drengurinn myndi ekki lifa af og ef beðið væri of lengi yrði líf Teigen einnig í hættu.

Hjónin og læknarnir höfðu reynt allt sem hægt var í stöðunni en morguninn eftir þurfti að kveðja. „Ég grét smá fyrst og fékk síðan krampa­kast fullt af hori og tárum.“ Djúp sorg um­lukti Teigen, sorg sem hún finnur enn fyrir.

Teigen og Legend kvöddu þriðja barn sitt Jack í lok september.
Mynd: Skjáskot

Hataði að taka myndir

Teigen var alltaf harð­á­kveðin í því að hún ætlaði að deila þessari reynslu og fékk hún Legend til að taka myndir. „Ég út­skýrði fyrir tví­stígandi John að ég þyrfti á myndunum að halda og að ég vildi ekki þurfa að spyrja.“ Hann þyrfti að taka myndirnar.

„Hann hataði það, ég sá það.“ Þrátt fyrir að Legend hafi ekki skilið hvers vegna hann ætti að mynda at­burðar­rásina vissi Teigen að hún þyrfti að muna eftir þessu augna­bliki að ei­lífu, líkt og hún vildi muna eftir fæðingu hinna barna sinna og brúð­kaupi sínu.

Alveg sama um gagn­rýnina

Teigen deildi myndum frá þessum degi á sam­fé­lags­miðlum þar sem hún sagði hvað hafði komið fyrir og að fjöl­skyldan væri að syrgja missinn. Margir hrósuðu henni fyrir að opna um­ræðuna á meðan aðrir gagn­rýndu mynd­birtinguna.

„Ég get ekki út­skýrt hversu sama mér er um ef þið hötuðuð myndirnar. Hversu sama mér er um að það sé ekki eitt­hvað sem þið mynduð gera,“ út­skýrði Teigen.

„Ég upp­lifði þetta, ég valdi að gera þetta, og um fram allt eru þessar myndir ekki fyrir hvern sem er. Þær eru fyrir fólk sem hefur upp­lifað þetta eða er nógu for­vitið til að hug­leiða hvernig svona hlutir ganga fyrir sig. Þessar myndir er að­eins fór fólk sem þarf á þeim að halda. Hugsanir annarra skipta mig engu máli.“

Teigen sagði mikilvægt að eiga myndir af fæðingunni.
Mynd: Skjáskot

Þakkar góð­mennsku ó­kunnugra

Eftir að Teigen hafði fætt drenginn kvaddi hún son sinn á­samt Legend og móður hennar. „Ég bað hjúkrunar­konuna um að fá að sjá hendur hans og fætur og kyssti þá aftur og aftur og aftur. Ég veit ekkert hve­nær ég hætti því. Það gætu hafa verið tíu mínútur eða klukku­tími.“

Teigen þakkaði stuðninginn sem hún hefur hlotið síðan hún opnaði sig og sagði öll skila­boðin og blómin hafa hjálpað. „Ég fór í búð og af­greiðslu­konan bætti hljóð­lega blómum í körfuna mína. Sumir nálgast mig og rétta mér miða.“ Það versta væri vit­neskjan um að ekki fengju allar mæður að njóta á­líka augna­blika með ó­kunnugum.

„Ég hvet ykkur til að segja sögur ykkur og vin­sam­legast vera góð við þau sem að opna hjarta sitt. Verið góð yfir höfuð, þar sem ekki allir deila hjarta­sorg sinni.“

View this post on Instagram

I didn’t know how to come back to real life so I wrote this piece for Medium with hopes that I can somehow move on but as soon as I posted it, tears flew out because it felt so....final. I don’t want to ever not remember jack. . . Thank you to everyone who has been so kind. Thank you to the incredible doctors who tried so hard to make our third life a reality. Thank you to my friends and family and our entire household for taking care of me through all the adult diaper changes, bed rest and random hugs. Thank you John for being my best friend and love of my life. A lot of people think of the woman in times like this but I will never forget that john also suffered through these past months, while doing everything he could to take care of me. I am surrounded, in a human therapy blanket of love. I am grateful and healing and feel so incredibly lucky to witness such love.

A post shared by chrissy teigen (@chrissyteigen) on