Chris Pratt segist hafa elskað að hafa getað fengið Kat­herine Schwarzeneg­ger eigin­konu sína í heim­sókn til sín á Ís­landi þar sem hann var staddur við tökur á kvik­myndinni The Tomor­row War í nóvember 2019. Kappinn opnaði sig um málið í ein­lægu við­tali við ET On­line en myndin kemur út á Amazon Prime þann 2. júlí.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá á sínum tíma var leikarinn á Vatna­jökli við tökur á vísinda­tryllinum. „Allir hérna eru í snjó­buxum, en ekki ég! Ég er í galla­buxum og ég skal segja ykkur af hverju: Því ég er and­­skotans fá­viti,“ sagði hress Chris Pratt á sínum tíma.

„Það var ó­trú­lega ljúft að hafa hana með mér við þessar tökur. Hún hugsar svo vel um mig,“ segir Pratt. Hann segir að það erfiðasta við það annars ljúfa líf að vera leikari sé að vera fjarri fjöl­skyldunni í svo langan tíma.

„Maður er oft staddur við tökur úti um allt og ég er ein­stak­lega heppinn að vera með Kat­herine því hún er rit­höfundur og getur sinnt vinnunni á ferða­lagi,“ út­skýrir leikarinn.