„Getið þið giskað hvert í heiminum [kvik­myndin] Tomor­row War hefur tekið mig?“ spurði leikarinn Chris Pratt á­horf­endur í Insta­gram Story í morgun.

„Ég skal gefa ykkur nokkrar vís­bendingar: Það er kalt! Það er fal­legt. Það er land gert úr ís,“ sagði leikarinn næst og sýndi frá gull­fal­legu út­sýni í kringum sig. „Ef þú giskaðir á Ís­land þá giskaðir þú rétt!“

Heimildir herma að upp­tökur muni standa yfir út næstu viku.
Mynd/Skjáskot

„Allir hérna eru í snjó­buxum, en ekki ég! Ég er í galla­buxum og ég skal segja ykkur af hverju: Því ég er and­skotans fá­viti,“ segir Pratt í mynd­bandi sem hann birti nokkrum klukku­tímum síðar. Þá má aftur á móti sjá að kappinn klæðist húfu og peysu frá ís­lensku úti­vistar­versluninni 66° Norður.

Leikarinn er lík­legast staddur á Vatna­jökli við tökur á vísinda­tryllinum The Tomor­row War sem kemur út á næsta ári. Heimildir herma að upp­tökur muni standa yfir út næstu viku en auk þess að leika í myndinni er Pratt einn aðal­fram­leiðanda myndarinnar.