Chris Martin, söngvari Cold­play, viður­kenndi í við­tali að hafa prófað of­skynjunar­sveppi. Í hlað­varpi grín­istans Pete Hol­mes, You Made it Weird, var söngvarinn góð­kunni spurður hvort hann hefði ein­hvern tíma prófað of­skynjunar­lyf og svaraði:

„Að­eins einu sinni, það voru sveppir. Ég elskaði það og það var gott mál. Það eigin­lega stað­festi grun­semdir mínar um al­heiminn. Ég var bara ‚Ókei, jebb, þetta virðist vera satt,“ sagði Martin.

Hann greindi líka frá því að notkun vímu­efna hjálpar honum ekki í sköpunar­ferlinu.

„Mér líður ekki svo vel undir á­hrifum eitur­lyfja og á­fengis. Það truflar tón­listina. Fyrir sumt fólk þá bætir það hana. En ekki fyrir mig.“

Martin virðist þó styðja notkun of­skynjunar­sveppa ef neytandinn fær eitt­hvað út úr vímunni og sagði:

„Eftir að ég tók sveppi í þetta eina skipti, þá leið mér eins og það væri stað­festingin sem ég þurfti á því hvernig ég upp­lifi al­heiminn. Þannig ég þarf ekki að gera það aftur en ég held að fyrir annað fólk þá getur það gert magnaða hluti.“

Í við­talinu sagði hann einnig frá til­vonandi plötu Cold­play, þeirra níundu stúdíó­plötu, sem ber titilinn Music of the Spheres og kemur út í næsta mánuði. Martin lýsti plötunni sem „eins konar söng­leik“.