Chris Har­ri­son, fyrr­verandi þátta­stjórnandi Bachelor, bað kærustu sína, sjón­varps­konuna Lauren Zima um að giftast sér, sem hún játaði. Har­ri­son birti mynd af bón­orðinu á Insta­gram-reikningi sínum í dag og sagði þar að næsti kafli hefjist hér og nú. Harrison og Zima hafa verið saman frá því árið 2019.

Harrison hefur augljóslega lært eitt og annað sem þáttastjórnandi í Bachelor því af myndunum að dæma var það afar rómantískt þegar hann bað hennar í Napa-dalnum í Kaliforníu.

„Ég elska þig Lauren Zima, næsti kafli hefst núna,“ segir Har­ri­son.

Zima birtir einnig myndir af bón­orðinu og segir að það hafi verið ó­gleyman­legt og fal­legt um helgina þegar hann bað hennar.

„Ég vissi ekki að ástin gæti verið svona,“ segir Zima og þakkar honum fyrir að elska sig, hvetja sig á­fram og að biðja hana að giftast sér.