Dis­n­ey hefur birt fyrstu stikluna úr nýrri kvik­mynd um upp­runa geim­farans Bósa Ljós­árs, sem sló í gegn í Toy Story.

Myndin ber nafnið Lightyear og verður frum­sýnd 17. júní á næsta ári. Ljáir Chris Evans, sem þekktastur er fyrir leik sinn sem Captain America, Bósa Ljós­ár rödd sína. Í Toy Story-myndunum fjórum var það Tim Allen sem talaði fyrir Bósa en þær segja frá drengnum Andy og leik­föngum hans sem geta talað. Bósi er eitt þeirra.

Evans er þó ekki að leika Bósa Ljós­ár úr Toy Story, heldur „hinn upp­­runa­­lega Bósa Ljós­ár“, segir leik­­stjórinn Angus MacLa­ne í sam­tali við En­terta­in­ment We­ekly.

„Kvik­­mynd í Toy Story-heiminum er frekar skrýtin hug­­mynd. Önnur leið til að lýsa henni, þetta er ein­­föld vísinda­­skáld­­saga um karakter Bósa Ljós­árs. Í Toy Story-heiminum, þá er þetta kvik­­mynd sem Andy hefði kannski séð og látið hann vilja Bósa Ljós­árs leik­­fang“, segir hann.