Lífið

Chido opnar í Vesturbænum

Mexí­kóski skyndi­bita­staðurinn Chido opnaði í Vestur­bænum fyrr í kvöld.

Unnið hörðum höndum að matreiðslunni. Fréttablaðið/ Eyþór

Mexíkóski skyndibitastaðurinn Chido opnaði í Ægisíðunni fyrr í kvöld og fylltist staðurinn af svöngum Vesturbæingum. Í tilefni opnunarinnar fengu fyrstu 107 gestirnir gefins frían burrito en aðrir réttir voru á helmings afslætti það sem eftir lifði kvölds.

Það var fullt út að dyrum þegar staðurinn opnaði. Fréttablaðið/ Eyþór

Þetta er þriðji Chido-staðurinn sem er opnaður, en tveir eru nú þegar reknir af íslenskum eigendum, þeim Helga Kristni Halldórssyni og Guðmundi Óskari Pálssyni, í Árhúsum í Danmörku. „Við leggjum áherslu á ferskan, vandaðan og bragðgóðan mat, sérsniðinn að þínum styrkleika og fljóta og framúrskarandi þjónustu,“ segir á Facebook-síðu staðarins.

Fólk á öllum aldri gæddi sér á dýrindismat. Fréttablaðið/ Eyþór

Chido er staðsett við Ægisíðu 123, þar sem veitingastaðurinn Borðið var áður til húsa. Borðið komst í fréttir eftir að hafa lengi barist fyrir vínveitingaleyfi, en þar sem Ægisíða var ekki skilgreind sem aðalgata í borgarskipulaginu var því í fyrstu hafnað. Loks fékkst leyfið en það var um seinan, en staðnum var lokað í júní í sumar.

Þeir voru fáir Vesturbæingarnir sem l´étu sig vanta í kvöld. Fréttablaðið/ Eyþór

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Lífið

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Lífið

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Auglýsing

Nýjast

Hrókurinn gerði gott gleði­mót á norður­hjara veraldar

Erfið barátta við krabbamein

Líkamsrækt og hlaup

tetesept á Íslandi

Áhrifarík meðferð við leggangaþurrki

tetesept á Íslandi

Auglýsing