Lífið

Chido opnar í Vesturbænum

Mexí­kóski skyndi­bita­staðurinn Chido opnaði í Vestur­bænum fyrr í kvöld.

Unnið hörðum höndum að matreiðslunni. Fréttablaðið/ Eyþór

Mexíkóski skyndibitastaðurinn Chido opnaði í Ægisíðunni fyrr í kvöld og fylltist staðurinn af svöngum Vesturbæingum. Í tilefni opnunarinnar fengu fyrstu 107 gestirnir gefins frían burrito en aðrir réttir voru á helmings afslætti það sem eftir lifði kvölds.

Það var fullt út að dyrum þegar staðurinn opnaði. Fréttablaðið/ Eyþór

Þetta er þriðji Chido-staðurinn sem er opnaður, en tveir eru nú þegar reknir af íslenskum eigendum, þeim Helga Kristni Halldórssyni og Guðmundi Óskari Pálssyni, í Árhúsum í Danmörku. „Við leggjum áherslu á ferskan, vandaðan og bragðgóðan mat, sérsniðinn að þínum styrkleika og fljóta og framúrskarandi þjónustu,“ segir á Facebook-síðu staðarins.

Fólk á öllum aldri gæddi sér á dýrindismat. Fréttablaðið/ Eyþór

Chido er staðsett við Ægisíðu 123, þar sem veitingastaðurinn Borðið var áður til húsa. Borðið komst í fréttir eftir að hafa lengi barist fyrir vínveitingaleyfi, en þar sem Ægisíða var ekki skilgreind sem aðalgata í borgarskipulaginu var því í fyrstu hafnað. Loks fékkst leyfið en það var um seinan, en staðnum var lokað í júní í sumar.

Þeir voru fáir Vesturbæingarnir sem l´étu sig vanta í kvöld. Fréttablaðið/ Eyþór

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Bieber og Hailey staðfesta hjónabandið

Lífið

Boltinn fór að rúlla

Helgarblaðið

Við dettum öll úr tísku

Auglýsing

Nýjast

Ekki til ein­hver ein rétt dauð­hreinsuð ís­lenska

Ís­lensk börn send í sósíalískar sumar­búðir

Rhys-Davies: „Þið eruð kraftmikið nútímafólk“

Sagði allt sem hún mátti ekki segja sem for­seta­frú

Harry er alltaf að slökkva ljósin

Íslensk risaeðlunöfn fyrir íslensk börn

Auglýsing