Lífið

Chido opnar í Vesturbænum

Mexí­kóski skyndi­bita­staðurinn Chido opnaði í Vestur­bænum fyrr í kvöld.

Unnið hörðum höndum að matreiðslunni. Fréttablaðið/ Eyþór

Mexíkóski skyndibitastaðurinn Chido opnaði í Ægisíðunni fyrr í kvöld og fylltist staðurinn af svöngum Vesturbæingum. Í tilefni opnunarinnar fengu fyrstu 107 gestirnir gefins frían burrito en aðrir réttir voru á helmings afslætti það sem eftir lifði kvölds.

Það var fullt út að dyrum þegar staðurinn opnaði. Fréttablaðið/ Eyþór

Þetta er þriðji Chido-staðurinn sem er opnaður, en tveir eru nú þegar reknir af íslenskum eigendum, þeim Helga Kristni Halldórssyni og Guðmundi Óskari Pálssyni, í Árhúsum í Danmörku. „Við leggjum áherslu á ferskan, vandaðan og bragðgóðan mat, sérsniðinn að þínum styrkleika og fljóta og framúrskarandi þjónustu,“ segir á Facebook-síðu staðarins.

Fólk á öllum aldri gæddi sér á dýrindismat. Fréttablaðið/ Eyþór

Chido er staðsett við Ægisíðu 123, þar sem veitingastaðurinn Borðið var áður til húsa. Borðið komst í fréttir eftir að hafa lengi barist fyrir vínveitingaleyfi, en þar sem Ægisíða var ekki skilgreind sem aðalgata í borgarskipulaginu var því í fyrstu hafnað. Loks fékkst leyfið en það var um seinan, en staðnum var lokað í júní í sumar.

Þeir voru fáir Vesturbæingarnir sem l´étu sig vanta í kvöld. Fréttablaðið/ Eyþór

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing