Leikkonan Cate Blanchett dansar villtan dans í nýju tónlistarmyndbandi með hljómsveitinni Sparks við lagið The Girl Is Crying in Her Latte. Lagið er af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar sem ber sama heiti.

Blanchett er í gulri og áberandi dragt í mynbandinu þar sem hún stendur fyrir miðju og dansar. Hljómsveitin er skipuð bræðrunum, Ron and Russell Mael, en þeir sögðu í viðtali við Variety að þeir hafi hitt hana á César verðlaununum í Frakklandi í fyrra og svo ári síðar sé hún í myndbandinu þeirra.

„Drauma geta ræst. Við sofum vel í kvöld vitandi að eilífu getum við sagst hafa leikið í mynd með Cate Blanchett,“ sögðu þeir.

Bræðurnir í Sparks.
Fréttablaðið/Getty

Myndbandið er hægt að horfa á hér að neðan.