Dómstóll í Arizona-ríki Bandaríkjanna hefur veitt dýraverndunarsinnanum Carole Baskin dýragarð tígriskóngsins Joe Exotic en þetta kemur fram í frétt CNN um málið. Baskin og Exotic öðluðust heimsfrægð eftir að heimildaþættir um deilur þeirra kom út á streymisveitunni Netflix.
Exotic var dæmdur í 22 ára fangelsi í fyrra, meðal annars fyrir að greiða manni þrjú þúsund dollara til að myrða Baskin, en fyrir það höfðu Exotic og Baskin staðið í lagalegum deilum í lengri tíma og hafði Baskin lengi verið gagnrýnin á meðferð Exotic á dýrum í garðinum.
Þurfa að yfirgefa svæðið innan 120 daga
Eftir að Exotic var dæmdur tók Jeff Lowe við sem eigandi garðsins en lögmaður Lowe sagði ákvörðun dómstólsins um að veita Baskin dýragarðinn ekki hafa komið honum á óvart þar sem þau höfðu ekki reynt að koma í veg fyrir það.
Samkvæmt úrskurði dómstólsins þurfa núverandi rekstraraðilar að yfirgefa svæðið innan 120 daga auk þess sem fjarlægja þurfi öll dýr sem eru í garðinum. Að sögn lögmanns Lowe mun hann einbeita sér á að opna nýjan dýragarð í Thackerville í Oklahoma innan þess tímaramma.
Victory for Carole Baskin. https://t.co/E3ByTISxr6
— CNN (@CNN) June 2, 2020