Dóm­stóll í Arizona-ríki Banda­ríkjanna hefur veitt dýra­verndunar­sinnanum Caro­le Baskin dýra­garð tígri­s­kóngsins Joe Exotic en þetta kemur fram í frétt CNN um málið. Baskin og Exotic öðluðust heims­frægð eftir að heimilda­þættir um deilur þeirra kom út á streymis­veitunni Net­flix.

Exotic var dæmdur í 22 ára fangelsi í fyrra, meðal annars fyrir að greiða manni þrjú þúsund dollara til að myrða Baskin, en fyrir það höfðu Exotic og Baskin staðið í laga­legum deilum í lengri tíma og hafði Baskin lengi verið gagn­rýnin á með­ferð Exotic á dýrum í garðinum.

Þurfa að yfirgefa svæðið innan 120 daga

Eftir að Exotic var dæmdur tók Jeff Lowe við sem eig­andi garðsins en lög­maður Lowe sagði á­kvörðun dóm­stólsins um að veita Baskin dýra­garðinn ekki hafa komið honum á ó­vart þar sem þau höfðu ekki reynt að koma í veg fyrir það.

Sam­kvæmt úr­skurði dóm­stólsins þurfa nú­verandi rekstrar­aðilar að yfir­gefa svæðið innan 120 daga auk þess sem fjar­lægja þurfi öll dýr sem eru í garðinum. Að sögn lög­manns Lowe mun hann ein­beita sér á að opna nýjan dýra­garð í Thackervil­le í Okla­homa innan þess tíma­ramma.