Banda­ríska tón­listar­konan Cardi B fagnaði 29 ára af­mælis­degi sínum í fyrra­dag. Hennar heitt­elskaði, tón­listar­maðurinn Offset, kom henni heldur betur á ó­vart á af­mælinu því hann keypti fyrir hana glæsi­lega lúxu­s­villu sem hlýtur að hafa kostað skildinginn.

Cardi B sýndi eignina á Insta­gram-síðu sinni í gær og er ó­hætt að segja að hún sé hin glæsi­legasta.

Í færslu sinni sagði Cardi að hún hafi að undan­förnu talað mjög fyrir því að þau hjúin fjár­festu í fast­eignum í Dóminíska lýð­veldinu og öðrum Karíba­hafs­löndum. Hún hafi hins vegar talað fyrir daufum eyrum Offset hvað þetta varðar og hann hafi viljað fjár­festa í öðrum.

„Ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði Cardi í færslu sinni og virðist Offset hafa skipu­lagt gjörninginn fyrir löngu síðan.

Í byrjun mynd­bandsins má sjá Offset fyrir framan villuna sem er ein­mitt í Dóminíska lýð­veldinu og kveðju frá honum í til­efni dagsins. Húsið er býsna stórt með sex svefn­her­bergjum, fal­legri hjóna­svítu og sund­laug svo eitt­hvað sé nefnt.

Cardi og Offset gengu í hjóna­band árið 2017 og hafa rausnar­legar gjafir þeirra reglu­lega ratað í fréttir slúður­pressunnar. Ekki alls fyrir löngu, þegar Offset fagnaði 29 ára af­mælis­degi sínum, gaf Cardi honum gull­litaðan Lam­borg­hini A­ventador sem kostaði nokkra tugi milljóna króna.