Dagurinn í gær var nokkuð viðburðaríkur dagur fyrir rapparann Cardi B en hún tilkynnti annars vegar um fyrirhugaðan skilnað sinn við tónlistarmanninn Offset á Instagram og hins vegar birti hún í fyrsta sinn mynd af dóttur þeirra, Kulture.

„Við erum virkilega góðir vinir og virkilega góðir viðskiptafélagar og þið vitið að hann er einhver sem ég get alltaf talað við og við berum mikla ást til hvors annars, en hlutirnir hafa bara ekki verið að virka fyrir okkur í langan tíma,“ segir söngkonan í myndbandi sem má sjá hér að neðan. 

Í annarri færslu birti söngkonan svo eins og áður segir í fyrsta sinn mynd af dóttur sinni, Kulture. Hún hafði áður lýst yfir áhyggjum af því að birta myndir af Kulture „vegna þess að það er svo mikið af illkvittnu fólki þarna úti. Mér þykir bara svo vænt um hana og það er svo mikið af klikkuðu fólki, skiluru. Ég vil passa upp á hana! Hún er litla snúllan mín.“ 

View this post on Instagram

My heart ❤️

A post shared by CARDIVENOM (@iamcardib) on