Lífið

Cardi B birti loksins mynd af dótturinni

Cardi B hefur loksins birt mynd af dóttur sinni Kulture, á sama degi og hún tilkynnti um skilnað sinn við tónlistarmanninn Offset.

Cardi hefur áður lýst yfir áhyggjum yfir myndbirtingum af dóttur sinni. Fréttablaðið/Getty

Dagurinn í gær var nokkuð viðburðaríkur dagur fyrir rapparann Cardi B en hún tilkynnti annars vegar um fyrirhugaðan skilnað sinn við tónlistarmanninn Offset á Instagram og hins vegar birti hún í fyrsta sinn mynd af dóttur þeirra, Kulture.

„Við erum virkilega góðir vinir og virkilega góðir viðskiptafélagar og þið vitið að hann er einhver sem ég get alltaf talað við og við berum mikla ást til hvors annars, en hlutirnir hafa bara ekki verið að virka fyrir okkur í langan tíma,“ segir söngkonan í myndbandi sem má sjá hér að neðan. 

Í annarri færslu birti söngkonan svo eins og áður segir í fyrsta sinn mynd af dóttur sinni, Kulture. Hún hafði áður lýst yfir áhyggjum af því að birta myndir af Kulture „vegna þess að það er svo mikið af illkvittnu fólki þarna úti. Mér þykir bara svo vænt um hana og það er svo mikið af klikkuðu fólki, skiluru. Ég vil passa upp á hana! Hún er litla snúllan mín.“ 

View this post on Instagram

My heart ❤️

A post shared by CARDIVENOM (@iamcardib) on

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hið góða mest gúgglað árið 2018

Lífið

Plötuðu milljónir Twitter not­enda fyrir skóla­verk­efni

Lífið

Bjóða þeim sem eru einir á jólum í há­tíðar­kvöld­verð

Auglýsing

Nýjast

Súkku­laði flæddi um götur þýsks smá­bæjar

Fox hrædd við að opna sig þrátt fyrir #MeT­oo

Konur í aðalhlutverkum vinsælli en karlar

Fyrst konur og nú karlar á trúnó

Breyttu Iceland í sann­kallað ís­land

Meg­han sögð van­treysta föður sínum

Auglýsing