Lífið

Cara stal senunni í konung­legu brúð­kaupi

Fyrirsætan og viðskiptakonan Cara Delevingne stal senunni í brúðkaupi æskuvinkonu sinnar, Eugenie prinsessu, í morgun.

Cara klæddist kjólfötum og var með pípuhatt á höfði líkt og flestir brúðkaupsgestir, enda virðist vera hefð fyrir ýmsum höfuðfötum í konunglegum brúðkaupum.

Fyrirsætan og viðskiptakonan geðþekka, Cara Delevingne, stal senunni í konunglegu brúðkaupi í morgun í glæsilegum kjólfötum með pípuhatt. Cara er æskuvinkona brúðarinnar, Eugenie prinsessu og lét sig því að sjálfsögðu ekki vanta er hún gekk að eiga sinn heitt elskaða í morgun. 

Cara veifar ljósmyndurum, kampakát með klæðnaðinn. Fréttablaðið/Getty

Vindasamt var við Winstor kastala í morgun þar sem Eugenie prinsessa, barnabarn Elísabetar drottningar og Jack Brooksbank gengu í það heilaga. Hin ýmsu höfuðföt feyktust því af brúðkaupsgestum eflaust við mikinn fögnuð ljósmyndara sem fönguðu fljúgandi hattana og hlæjandi gestina. 

Sjá einnig: Plastlaust brúðkaup prinsessu handan við hornið

Hatturinn hélst þó fast á sínum stað á höfði Cöru sem gekk hnarreist inn í kapelluna ásamt öðrum gestum. Netverjar hafa margir hverjir lofað klæðnað fyrirsætunnar og sumir hverjir gengið svo langt að segja hana hafa „unnið“ brúðkaupið. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Fékk alvarlegar hótanir og lögregla vaktaði húsið

Lífið

Kim við Dra­ke: „Aldrei hóta eigin­manninum mínum“

Lífið

ESB-bol Þor­gerðar Katrínar mis­vel tekið á þingi

Auglýsing

Nýjast

Pólitískur undir­tónn í ein­stakri fata­línu Myrku

Breska konungs­fjöl­skyldan birtir jóla­korta­myndirnar

Blómin tala sig upp í met­sölu með Flóru Ís­lands

Stoppaði upp í gat á virðingu þingsins með Köku­skrímslinu

Geðs­hræring þegar for­eldrarnir slökktu á Fortni­te

Ein­mana sálir þiggja jóla­boð með tárin í augunum

Auglýsing