Lífið

Captain Mar­vel, Hawkeye og Ant-Man í nýrri A­ven­gers stiklu

Marvel birti nýja ansi magnaða stiklu úr væntanlegri Avengers mynd þar sem lokaorrustan gegn Thanos verður háð.

Hvaða búningur er nú þetta eiginlega? Fréttablaðið/Skjáskot

Stundin sem allir ofurhetjuaðdáendur bíða óþreyjufullir eftir nálgast með hverjum deginum sem líður en Marvel birti í dag glænýja stiklu úr Avengers: End Game þar sem örlög hefnendanna og veraldarinnar allar ráðast loksins.

Stiklan gefur vitaskuld ekki margt upp varðandi söguþráð myndarinnar eða hvernig teymið ætlar sér að sigra Thanos en við sjáum þó hetjur sem hafa hingað til látið sig vanta í baráttuna, líkt og Captain Marvel, Hawkeye og Ant-Man.

Þá fara Iron Man, Captain America og Hulk yfir upprunasögu sína og hve langt er liðið frá því þeir stigu fyrst fram á sjónarsviðið. Auk þess sjáum við hetjurnar okkar í nýjum búningum, einhverskonar hvítum búningum, sem mögulega eru ætlaðir til geimferða en það er þó ekki ljóst.

Avengers: End Game kemur í kvikmyndahús hér á landi þann 26. apríl næstkomandi. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

A­ven­­gers: Infinity War stiklan trekkir nörda­­taugarnar

Lífið

A­ven­gers 4 komin með nafn og stiklu

Lífið

Hlutirnir sem þú misstir af í A­ven­gers 4 stiklunni

Auglýsing

Nýjast

Bóka­dómur: Elsk­endur í út­rýmingar­búðum

Hundar skilja ótrúlega margt

Veisla fyrir hamingjusama hunda

Brit gæðafóður fyrir kröfuharða hunda og ketti

Gott hundafóður skiptir öllu

Fiskeldi er sjálfbært og afturkræft

Auglýsing