Á­hrifa­valdurinn Camilla Rut Rúnars­dóttir og eigin­maður hennar Rafn Hlíð­kvist Björg­vins­son hafa tekið á­kvörðun um skilja.

Þau til­kynna skilnaðinn á Insta­gram en yfir þrjá­tíu þúsund manns fylgja Camillu á miðlinum.

Þar kemur fram að um sam­eigin­lega á­kvörðun sé að ræða en parið hefur verið saman í þrettán ár og eiga tvo syni.

„Byrjum sem bestu vinir og endum sem bestu vinir,“ skrifar Camilla yfir mynd af sér og Rafni á Instagram.

Camilla greindi frá skilnaðnum á Instagram.
Ljósmynd/skjáskot