Sam­fé­lags­miðla­stjörnurnar Camilla Rut og Rafn Hlíð­kvist eiga von á dreng í júní. Parið til­kynnir þetta í ein­lægri færslu á Face­book síðunni sinni nú í kvöld sem þegar hefur vakið mikla at­hygli.

Camilla Rut hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem ein af skærustu sam­fé­lags­miðla­stjörnum Ís­lands. Hún er með um 27 þúsund fylgj­endur og var þriðja tekju­hæsta sam­fé­lags­miðla­stjarnan á Ís­landi árið 2018 sam­kvæmt Tekju­blaðinu.

Í sam­tali við Frétta­blaðið það árið sagði Camilla að hún væri ekki með neina upp­skrift að vin­sældum. Hún hefði gripið í Snapchat til að rífa sig upp úr fæðingar­þung­lyndi.

„Ég er oft spurð að því hvernig eigi að slá í gegn á Snapchat. Boltinn hjá mér fór að rúlla þegar ég var ég sjálf, hrein­skilin og heiðar­leg. Fólk kann að meta það. Lík­lega spyrst þetta út.

Þegar fylgj­enda­hópurinn var kominn yfir tíu þúsund manns fór ég ó­sjálf­rátt að verða miklu með­vitaðri um hvað ég var að segja á snappinu. Ég varð svo að ýta því frá mér því ég vil ekki leika neinn annan en ég er,“ segir Camilla.

„& hjartað tekur kipp - 29.06.20 💙 skrifar Camilla á Face­book nú.