Camilla Rut Rúnars­dóttir, á­hrifa­valdur og fata­hönnuður, til­kynnti í kvöld að hún ætli að loka Insta­gram-reikningnum sínum vegna þess að hún hafi komist að því að hún sé næst á lista hakkarans sem að hakkaði sig áður á reikning Birgittu Lífar, Kristína Péturs, Sunn­evu Einars­dóttur, Pat­reks Jamie, Binna Glee, Bassa Mara­j, Ást­rósar Trausta­dóttur og DJ Dóru Júlíu.

Á­hrifa­valdurinn Lína Birgitta Sigurðar­dóttir segist vera í sömu sporum og Camilla Rut og ætlar einnig að loka reikningnum sínum í nokkra daga.

„Um­boðs­maðurinn minn fékk sendan lista þar sem kemur fram hverjir eru næstir á dag­skrá og ég er bara að fara taka Insta­gram-reikninginn niður til að reyna að komast hjá þessu, ef maður getur það yfir höfuð,“ segir Camilla Rut í sam­tali við Frétta­blaðið.

Lína Birgitta ætlar líka að loka sínum reikningi til að forðast hakkarann.

Vesen að fá reikninginn til baka

Spurð hvort að það valdi henni tekju­tapi að þurfa að loka reikningnum segir hún að það geti verið af­leiðingin ef hún þurfi að loka til lengri tíma.

„Ég hef litlar á­hyggjur af þessu. Maður hefur ekki látið deigan síga hingað til, heldur fundið aðrar leiðir,“ segir Camilla Rut.

„Þegar hakkarinn kom fyrst fram á sjónar­sviðið varð maður smá hræddur og hugsaði að það væri at­vinna manns og lifi­brauð þarna og maður væri ansi ber­skjaldaður. En maður finnur sér aðrar leiðir og ég hef ekki miklar á­hyggjur af þessu. Teymið sem ég vinn með er vel tengt og svo fara allir á fullt á morgun,“ segir Camilla Rut.

Hún segir að þau vonist til þess að ná til ein­hvers á morgun hjá Insta­gram eða Face­book á morgun. Hún segir að á­stæðan fyrir því að hún vilji taka reikninginn niður í stað þess að láta hakka sig er að hún telur meira vesen að fá reikninginn til baka ef að hann er hakkaður.

„Þú þarft að senda til Insta­gram mynd af þér, mynd af þér með vega­bréfið þitt og dag­setningu og svo fram­vegis og svo bíða eftir því í góðri von að ein­hver fái þetta inn á borð til sín og taki málið að sér. Hakkarinn er ekki að hakka sig inn á reikninginn sjálfan, heldur er hann með þúsund vél­menni [e. Bot] sem til­kynna að­ganginn eins og það sé eitt­hvað ó­sæmi­legt í gangi og þá tekur algó­ritminn hjá Insta­gram reikninginn niður og þá myndi ég þurfa að sann­færa Insta­gram um að það væri ekkert þannig í gangi,“ út­skýrir Camilla Rut.

Hún segir að hún ætli að nýta tæki­færið á meðan reikningurinn er lokaður í frí en vonast þó til þess að geta opnað brátt á ný.

Tilkynningar þeirra Camillu og Línu á Instagram í kvöld.
Mynd/Samsett