Hollywood leik­stjórinn James Ca­meron kastaði kveðju til Hefn­endanna og Mar­vel kvik­mynda­versins í til­efni af því að kvik­myndin A­ven­gers End­game sló met Avatar og varð um helgina að­sóknar­mesta myndin í kvik­mynda­húsi frá upp­hafi.

Þar með var tíu ára gamalt heims­met myndarinnar slegið og er A­ven­gers End­game því orðin að­sóknar­mesta mynd sögunnar með rúma 2,790 milljarða Banda­ríkja­dollara í miða­sölu­tekjur, gegn 2,789 milljörðum Avatar. Á eftir Avatar á listanum kemur önnur mynd í leik­stjórn Ca­meron, kvik­myndin Titanic frá árinu 1997 sem átti metið í tólf ár til 2009.

„Oel nati­e kameie, ég sé þig Mar­vel,” skrifaði Ca­meron í Twitter færslu sem birtist á að­gangi Avatar á Twitter. Þar birti hann mynd af ofur­hetjunni Iron Man um­kringdan plöntum af plánetunni Pan­dóru sem gegnir hlut­verki sögu­sviðs í Avatar. „Til hamingju með að A­ven­gers: End­game sé orðinn nýi miða­sölu­kóngurinn,“ skrifaði hann jafn­framt.

Leik­stjórar myndarinnar, Ant­hony og Joe Rus­so, svöruðu kveðju Ca­meron og þökkuðu fyrir sig. „Þú ert ein af stærstu á­stæðum þess að við féllum fyrir kvik­mynda­forminu til að byrja með. Takk fyrir að vera okkur alltaf inn­blástur og fyrir að opna augu heimsins fyrir því sem er mögu­legt. Getum ekki beðið eftir því að sjá hvert þú ferð með okkur næst..“ skrifuðu þeir.

Ca­meron vinnur nú að fjórum fram­halds­myndum af Avatar og á sú fyrsta af þeim að koma út í kvik­mynda­hús í desember 2021.

Af vefsíðu Box Office Mojo sem heldur utan um miðasölutekjur kvikmynda.
Fréttablaðið/Skjáskot