Guðmundi Birki Pálmasyni, betur þekktum sem Gumma Kíró, þykir góð morgunrútína skipta sköpum til að eiga góðan dag.
Gummi sagði frá því á Instagram á dögunum að með því að huga að líkamlegri, andlegri og huglægri heilsu væri hann besta útgáfan af sjálfum sér.
Kuldi í kroppinn
Hann byrjar alla morgna á því að drekka einn líter af vatni á meðan hann undirbýr sig fyrir verkefni dagsins. „Ég fer yfir markmið mín sem ég hef sett mér fyrir vikuna, mánuðinn og árið,“ skrifar hann og bætir við að hann fari ekki á samfélagsmiðla.
Það næsta sem hann gerir er að setja höfuðið í kalt vatn eins lengi og hann getur: „Markmið mitt er að fara í kalda sturtu á morgnana,“ skrifa Gummi.
Markmiðasetning
„Ég er með öll mín verkefni, markmið og skipulagningu í spjaldtölvu sem ég les yfir á hverjum degi,“ skrifar Gummi og og segir það ýta undir að þau verði að veruleika.
Gott hormónajafnvægi
Á meðan Gummi sinnir fyrrnefndum verkefnum kveikir hann á lampa sem gefur honum birtu í augun, en það á að vera mikilvægt fyrir hormónakerfið. „Það hefur góð áhrif á blóðsykurinn, karl- og kvenhormónin, svefn og fleira,“ skrifar Gummi.
Kaffi og áhugamál
„Ég drekk alltaf kaffi 45 mínútum eftir að ég vakna. Á meðan ég drekk kaffið hlusta ég eða horfi á fræðsluefni tengt heilsu, fjármálum eða öðrum áhugamál,“ skrifar hann, en hann leyfir sér að auki einn orkudrykk yfir daginn.
Liðleikaæfingar
Gummi reynir að fara á æfingu á hverjum degi sem felst í að lyfta lóðum, hjóla, tabata eða á göngubrettið. Þá leggur hann sérstaka áherslu á liðleikaæfingar til að halda skrokknum mjúkum.
Húðumhirða
Síðast en ekki síst hugar Gummi vel að húðinni en hann notar serum, augnkrem og dagkrem tvisvar sinnum á dag.