Karl Breta­prins býr sig nú undir nýjar opin­beranir um sam­band sitt við Díönu prinsessu sem birtast eiga í nýrri heimildar­mynd Net­flix um prinsessuna sálugu. Þetta er full­yrt á vef breska götu­blaðsins The Sun.

Þar kemur fram að streymis­veitan muni gefa út fram­hald af heimildar­myndinni Diana: In Her Own Words á næsta ári, í til­efni af því að 25 ár verða þá frá and­láti hennar.

Segir í um­fjöllun The Sun að hulunni verði svipt af nýjum upp­tökum kvik­mynda­töku­mannsins Tom Jennings sem full­yrðir að hann eigi sex klukku­stundir af upp­tökum af sam­ræðum prinsessunnar við ævi­sögu­rit­höfundinn Andrew Morton frá árinu 1992.

Áður hafði hann notað hluta af upp­tökunum til að gera fyrri heimildar­myndina. Þar ræddi Díana meðal annars á opin­skáan hátt um veikindi sín vegna átröskunar.