Á horni Hverfis­götu og Vatns­stígs er að finna magnaða íbúð á 3. hæð þar sem eig­andinn hefur inn­réttað með sínum ein­staka stíl. Svo ein­stökum að því var fleygt fram á rit­stjórn Frétta­blaðsins hvort drag­drottningin Ru Paul byggi í við­komandi íbúð.

Í­búðin er alls um 204 fer­metrar að stærð og með þremur svefn­her­bergjum. Húsið var ný­lega tekið í gegn að utan múr­við­gerð og málað og þó það beri það ekki með sér að utan er allt að gerast að innan. Ru Paul kannast flestir við úr raunveruleikaþáttunum Ru Paul's Drag Race.

Eld­hús­inn­réttingin er þannig skærappel­sínu­gul og þá má sjá risa­stóran rauða styttu í miðju í­búðarinnar. Al­gjör­lega ein­stök hús­gögn eins og myndirnar bera með sér. Óskað er eftir tilboðum en fasteignamat íbúðarinnar er 80,5 milljónir eins og fram kemur á vef fasteignasölunnar.

Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind
Mynd/Lind