Fyrsti unisex smokkurinn kemur í sölu í desember ytra, en malasískur kvensjúkdómalæknir hannaði smokkinn.

Þá segir í umfjöllun TV 2 að smokkurinn sé gerður úr sérstöku efni sem er notað sem umbúðir fyrir sár.

kvensjúkdómalæknirinn og uppfinningamaðurinn vonast til að Wondaleaf Unisex smokkurinn muni styrkja fólk til að ná betri stjórn á kynheilbrigði sínu óháð kyni eða kynhneigð.

„Þetta er í grundvallaratriðum venjulegur smokkur með límhlíf, þá festist hann við leggöngin eða getnaðarliminn, auk þess að hylja aðliggjandi svæði til að fá aukna vernd,“ segir John Tang Ing Chinh, kvensjúkdómalæknir hjá lækningavörufyrirtækinu Twin Catalyst.

Þá er límið aðeins sett á aðra hlið smokksins sem þýðir að það sé hægt að snúa því við og nota á báðum kynjum.

Efnið sem smokkarnir eru gerðir úr er pólýúretan sem er efni sem notað er í gagnsæjar sáraumbúðir, það er að segja, þunnt og sveigjanlegt, en samt sem áður sterkt og vatnshelt.

„Miðað við þann fjölda klínískra rannsókna sem við höfum framkvæmt er ég bjartsýnn á þetta verði mikilvæg viðbót í kynlífi fyrir marga“, segir Tang.

Lestu nánar um Wondaleaf hér.