Lífeinda­fræðingurinn og butt­lift þjálfarinn Ása Val­gerður Ei­ríks­dóttir í World Classog grafíski hönnuðurinn Pétur Guð­munds­son hafa sett ein­býlis­hús sitt á sölu á Lamba­staða­braut á Sel­tjarnar­nesi.

Um er að ræða geggjað og mikið endur­nýjað hús á besta stað úti á nesi, með stúdíó íbúð í kjallara. Við húsið er fal­legur og stór viðar­pallur úti í garð sem smíðaður var í fyrra.

Þar er að sjálf­sögðu svo að finna fá­rán­lega flottan heita pott þar sem er hægt að koma sér vel fyrir á þessum síðustu og verstu. Á fyrstu hæð hússins er glæsi­leg for­stofa, bað­her­bergi og borð­stofa. Ása Valgerður kennir einnig bardaganámskeiðið Fight í World Class og því er að sjálfsögðu boxpúða að finna í húsinu.

Smíðaður geymslu­skúr er að finna á lóðinni. Þá var bíslag byggt við húsið og kvistur, 2019 var húsið klætt með lerki og þakkantur klæddur með áli. Upp­sett verð fyrir þetta ein­staka hús eru 84,9 milljónir króna, líkt og sjá má á vef fasteignasölunnar.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Remax
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Remax
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun