Mikið er búið að vera að gera í Partý­búðinni í allan dag að sögn starfs­manns í búðinni. Opið er þar til mið­nættis í kvöld en eins og flestir ættu að vita núna þá er krútt­legasti dagur ársins á morgun, sjálfur Ösku­dagurinn.

Inga Jó­dís, starfs­maður Partý­búðarinnar, segir í sam­tali við Frétta­blaðið í kvöld að Harry Potter búningar hafi verið mjög vin­sælir og einnig svo­kallaðir „second skin“ búningar en það eru þröngir gallar sem fólk klæðist yfir allan líkamann.

„Það eru svo margir vin­sælir búningar. Það er allt að seljast upp,“ segir Inga Jó­dís.

Þegar ljós­myndari Frétta­blaðsins leit við hjá versluninni í dag var röð fyrir utan. Að sögn Ingu Jó­dísar er röðin búin að vera þarna í allan dag og er enn. Hún átti von á því að það yrði mikið að gera til lokunar í kvöld.

Margir voru í leit að búningum í dag.
Fréttablaðið/Stefán