Menning

Búningamynstrin hafa fengið eigin líf

Guðbjörg hefur fengist við myndlist frá því að hún útskrifaðist úr grafíkdeild MHÍ 1982.

Guðbjörg Ringsted opnar málverkasýningu að Brúnum í Eyjafjarðarsveit í kvöld, 9. ágúst klukkan 20. Þemað er blómamynstur af íslenska kvenbúningnum sem hún kveðst hafa haft sem viðfangsefni undanfarin ár.

„Ég byrjaði að endurskapa þjóðbúningaskartið árið 2006, þá með teikningum og var fyrst dálítið föst í að fylgja bekkjum og öðrum skreytingum. Svo hefur orðið þróun hjá mér eftir að ég fór að fást við málverkið, það hefur aðeins losnað um mynstrin, þau flögra um myndflötinn og hafa fengið eigin líf,“ lýsir Guðbjörg. Hún segir sýninguna vera í tengslum við handverkshátíðina á Hrafnagili. „Brúnir eru beint á móti, hinum megin í firðinum og þar er prýðis sýningaraðstaða og veitingasala.“

Sýning Guðbjargar að Brúnum stendur til 23. september og er opin alla daga frá klukkan 13 til 18 sem er opnunartími gallerísins og kaffihússins þar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

Afskaplega gott að syngja eftir Jón Ásgeirsson, það virkar allt

Menning

Fantasían Storm­sker hlaut barna­bókar­verð­launin

Myndlist

Stundum (yfir mig fjallið) opnar á Klappar­stíg

Auglýsing

Nýjast

Ástin blómstrar eftir Bachelorinn: „Ég vildi fara heim með henni“

Eiga von á eineggja tví­burum

Lokkandi leirtau úr Landmannalaugum

Kóngur ofurhuganna

Landsliðs­strákar skemmtu sér á Miami eftir lands­leik

Fann kraftinn minn aftur

Auglýsing