Líður þér eins og þú sért búinn að horfa á allar bestu seríurnar þarna úti?

Fréttablaðið tók saman nokkra góða þætti, nýja og eldri, sem þú gætir aldrei hafa séð eða eru tilvaldir til að horfa á aftur.

Allir fá þeir góða einkunn á Rotten Tomatoes.

Succession

Nýlegir HBO þættir, Succession, hafa slegið rækilega í gegn. Roy-systkinin, Connor, Kendall, Roman og Shiv leggja öll á ráðin með og gegn hvert öðru og föður sínum, Logan, stofnanda fjölmiðlaveldisins Waystar Royco.

Þegar svona fjármunir eru í húfi er enginn að veigra sér við því að svindla eða stinga hvert annað í bakið til þess að komast á toppinn.

Veep

Veep fjallar um varaforsetann Selinu Meyer og starfslið hennar í vitagagnslausum tilraunum til þess að komast á spjöld sögunnar, á meðan þau blandast inn í allskyns pólítíska klækjaleiki sem einkenna bandarísk stjórnmál.

Billions

Serían, með Damian Lewis og Paul Giamatti í aðalhlutverkum, hverfist um saksóknarann Chuck og tilraunir hans til að knésetja forstjóra vogunarsjóðs, Bobby „Axe“ Axelrod.

Peep Show

Aðdáendur Succession ættu að geta hlegið að þessum þáttum, sem eru skrifaðir af sama höfundi, Jesse Armstrong. Tveir sambýlingar, á þrítugsaldri, reyna að bjarga sér í hversdeginum.

The Righteous Gemstones

The Righteous Gemstones fjallar um ríka fjölskyldu hvers auðæfi vega meira en allt – nema kannski smekk þeirra fyrir svikum og prettum.

Schitt's Creek

Rose fjölskyldan missir allt sem þau eiga og flytja í smábæinn Schitt‘s Creek, þar sem lífið er þeim sannarlega ekki samboðið.

Big Little Lies

Annarri þáttaröð Big Little Lies lauk nýverið. Hún er jafn stútfall af drama og sú fyrsta. Sökktu þér í daglegt líf vinkvennana fimm í Monterey.

Bloodline

Bloodline er enn önnur serían á þessum lista þar sem fjölskylduleyndarmálin eru í forgrunni, í þetta sinn í kringum Rayburn-fjölskylduna í Flórída. Dramatísk fortíð fjölskyldunnar er hrundið upp á yfirborðið.