Pat­rick J. Adams, sem gerði garðinn frægan í lög­fræði­drama­þáttunum Suits á­samt Meg­han Mark­le, fer býsna fögrum orðum um vin­konu sína í röð af færslum á Twitter.

Meg­han, her­toga­ynja af Sus­sex, hefur átt undir högg að sækja að undan­förnu vegna á­sakana um að hún hafi lagt starfs­fólk í Kensington-höll í ein­elti meðan hún bjó þar. Meg­han hefur sjálf þver­tekið fyrir slíkar á­sakanir og segir hún að konungs­fjöl­skyldan hafi breitt ó­sannindi út um hana og Harry Breta­prins, eigin­mann hennar.

Pat­rick, sem vann mjög náið með Meg­han meðan þættirnir voru sýndir, segir að hún hafi aldrei sýnt af sér hroka eða ó­sæmi­lega hegðun af ein­hverju tagi.

„Frá fyrsta degi var hún full af eld­móði, sam­starfs­fús, vin­gjarn­leg, gefandi, glöð og stuðnings­rík í garð allra sem komu að gerð þáttanna,“ segir hann og bætir við að Meg­han hafi ekki látið frægðina stíga sér til höfuðs þegar þættirnir urðu vin­sælir.

Pat­rick þykir leitt að sjá þá með­ferð sem Meg­han hefur fengið á síðum breskra fjöl­miðla að undan­förnu og telur hana eiga betra skilið. Þá vandar hann bresku konungs­fjöl­skyldunni ekki kveðjurnar og segir hana rúna öllum trú­verðug­leika.

Aðrir fyrr­verandi sam­starfs­menn Meg­han hafa stigið fram að undan­förnu henni til varnar. Aaron Korsh, hug­mynda­smiðurinn að baki þáttunum, sagði á Twitter-síðu sinni að hún væri sterk kona með gott hjarta. Þá sagði Jon Cowan, einn af hand­rits­höfundum Suits, að hún væri hlý, vin­gjarn­leg og kær­leiks­rík manneskja.