Það var mikið um dýrðir í Laugardalshöllinni í vikunni á sýningunni Stóreldhús 2022. Á sýningunni stóð fyrirtækið Garri fyrir keppninni Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins

Þema keppninnar í ár var Ávaxtarík upplifun og voru skylduhráefnin ákveðin áskorun fyrir keppendur sem sýndu mikla fagmennsku og metnað.  Dæmt var meðal annars eftir samsetningu hráefna, bragði, áferð og frumleika. Jafnframt var dæmt eftir framsetningu og faglegum vinnubrögðum.

Fjölmargir voru skráðir til leiks og leiku listir sínar við að töfra fram girnilega og fallega eftirrétti sem slógu í gegn.

Eftirréttur ársins 2022
Fréttablaðið/Aðsend

Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2022 er Ísak Aron Jóhannsson, hjá Lux Veitingum, í öðru sæti var Dagur Hrafn Rúnarsson, aðstoðarmaður í Bocuse d‘Or og í þriðja sæti var Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson hjá veitingastaðnum Óx.

Gaman er að geta þess að Ísak Aron sem sigraði Eftirréttur ársins í dag á leið á World Culinary Cup með íslenska kokkalandsliðinu síðar í mánuðinum og það verður spennandi að fylgjast með þeim þar töfrar fram kræsingar.

Sigurvegari í Konfektmola ársins er Bianca Tiantian Zhang, hjá Sandholt bakarí, í öðru sæti var Aðalheiður Reynisdóttir hjá Reykjavík Edition og í þriðja sæti var Filip Jan Jozefik hjá veitingastaðnum Mika.

Konfektmoli ársins.
Fréttablaðið/Aðsend

Vegleg verðlaun

Sigurvegari í Eftirréttur ársins og í Konfektmola ársins fengu í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

Garri hefur haldið eftirréttakeppnina frá árinu 2010 og konfektmolann frá árinu 2017. Garri heldur keppnina í samstarfi við Cacao Barry sem leitast stöðugt við að þjóna matreiðslufólki með því að bjóða hágæða súkkulaði og efla sköpunargáfu matreiðslumanna. 100% af Cacao Barry kakóbaunum styður við sjálfbæra uppskeru.

Dómarar í Eftirréttur ársins

Ólöf Ólafsdóttir. Fyrsta sæti í Eftirréttur Ársins árið 2021 og Head pastry chef Monkeys.

Sebastian Pettersson, Executive pastry chef hjá Tak í miðborg Stokkhólms og liðsstjóri sænska ungliða kokkalandsliðs. .

Sigurjón Bragi Geirsson, Bocusd d’Or keppandi 2021-2023, kokkur ársins 2019 og þjálfari íslenska kokkalandsliðsins árið 2020.

Dómarar í Konfektmoli Ársins

Karl Viggó Vigfússon eigandi Héðinn Kitchen & Bar og stofnandi Blackbox, Omnom og Skúbb.

Vigdís Mi Diem Vo. Fyrsta sæti í Konfektmoli ársins 2021, 2.sæti í Konfektmoli ársins 2020, 3. sæti í Konfektmoli ársins 2019, 3.sæti í Eftirréttur ársins árið 2013. Eigandi Kjarr Restaurant.

Á myndinni frá hægri Aðalheiður Reynisdóttir, Bianca Tiantian Zhang, Guðgeir Ingi Kanneworff Steindórsson, Ísak Aron Jóhannsson og Dagur Hrafn Rúnarsson. Á myndina vantar  Filip Jan Jozefik. MYNDIR/GARRI.