Ný stytta af töfradrengnum Harry Potter var afhjúpuð í London í dag þar sem hann er fljúgandi á töfrakústi, tileinkað því þegar Harry lék fyrsta Quidditch leik sinn.

Galdra­drengurinn Harry Potter er ein dáðasta skáld­sagna­per­sóna allra tíma eftir ævintýri hans í bókum J. K. Rowling.

Bækurnar urðu síðar að kvikmyndum og eru tuttugu ár liðin frá frumsýningu fyrstu myndarinnar á næsta ári.

Styttan er hluti af sýningunni Scenes in the Square fyrir utan Cineworld kvikmyndahúsið.

Við hlið Harrys er að finna styttur af Mr. Bean, Batman, Wonder Woman, Paddington, Mary Poppins, Gene Kelly, Bugs Bunny og Laurel og Hardy.

Búið er að fá leyfi fyrir sýningunni til þriggja ára en forráðamenn Cineworld vonast til þess að hún fái að lifa lengur.