Lífið

Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld

Garð­partý Bylgjunnar fer fram í Hljóm­skála­garðinum í kvöld. Fjöl­margir lista­menn stíga á stokk, þar á meðal hljóm­sveitin Dimma. Bubbi Mot­hens hugðist slást með í för en for­fallast vegna kvilla í nefi.

Bubbi liggur nú á Landsspítalanum þar sem hann er meðhöndlaður við nefkvillanum.

Dagskrá Menningarnætur teygir sig víða og varla verður auður blettur í miðborginni í kvöld.  Í Hljómskálagarðinum verður svokallað Garðpartý Bylgjunnar þar sem ýmsir tónlistarmenn stíga á stokk. Partýið hefst klukkan 18.30 og meðal þeirra tónlistaatriða sem auglýst voru eru Bubbi & Dimma, Páll Óskar, Helgi Björns og Stjórnin.

Nú fyrir stuttu sendi trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, Birgir Jónsson frá sér tilkynningu þess efnis að Bubbi Mothens forfallist í kvöld vegna kvilla í nefi. Þar deilir hann skilaboðum frá Bubba sjálfum.

„Því miður verð ég ekki með Dimmu í Hljómskálagarðinum í kvöld á Menningarnótt eins og til stóð og ég hafði hlakkað svo til að njóta með ykkur. Ástæðan er sú að ég hef verið að glíma kvilla í nefi undanfarið sem ekki næst að koma í lag fyrir kvöldið - því miður. Ég hef verið lagður inn á Landspítalann til meðhöndlunar,“ segir í orðsendingunni.

Bubbi lofar þó að spila með Dimmu á nokkrum vel völdum stöðum í haust. Aðdáendur Dimmu þurfa þó ekki að örvænta, hljómsveitameðlimir eru lausir við alla kvilla og mæta kokhraustir til leiks á tilsettum tíma og flytja „kennslustund í rokki“ að sögn Morthens. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Charging Center One hleðslustöð

Lífið

Katrín Tanja selur miðbæjarslotið

Lífið

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Auglýsing

Nýjast

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Hrókurinn gerði gott gleði­mót á norður­hjara veraldar

Erfið barátta við krabbamein

Líkamsrækt og hlaup

tetesept á Íslandi

Auglýsing