Lífið

Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld

Garð­partý Bylgjunnar fer fram í Hljóm­skála­garðinum í kvöld. Fjöl­margir lista­menn stíga á stokk, þar á meðal hljóm­sveitin Dimma. Bubbi Mot­hens hugðist slást með í för en for­fallast vegna kvilla í nefi.

Bubbi liggur nú á Landsspítalanum þar sem hann er meðhöndlaður við nefkvillanum.

Dagskrá Menningarnætur teygir sig víða og varla verður auður blettur í miðborginni í kvöld.  Í Hljómskálagarðinum verður svokallað Garðpartý Bylgjunnar þar sem ýmsir tónlistarmenn stíga á stokk. Partýið hefst klukkan 18.30 og meðal þeirra tónlistaatriða sem auglýst voru eru Bubbi & Dimma, Páll Óskar, Helgi Björns og Stjórnin.

Nú fyrir stuttu sendi trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu, Birgir Jónsson frá sér tilkynningu þess efnis að Bubbi Mothens forfallist í kvöld vegna kvilla í nefi. Þar deilir hann skilaboðum frá Bubba sjálfum.

„Því miður verð ég ekki með Dimmu í Hljómskálagarðinum í kvöld á Menningarnótt eins og til stóð og ég hafði hlakkað svo til að njóta með ykkur. Ástæðan er sú að ég hef verið að glíma kvilla í nefi undanfarið sem ekki næst að koma í lag fyrir kvöldið - því miður. Ég hef verið lagður inn á Landspítalann til meðhöndlunar,“ segir í orðsendingunni.

Bubbi lofar þó að spila með Dimmu á nokkrum vel völdum stöðum í haust. Aðdáendur Dimmu þurfa þó ekki að örvænta, hljómsveitameðlimir eru lausir við alla kvilla og mæta kokhraustir til leiks á tilsettum tíma og flytja „kennslustund í rokki“ að sögn Morthens. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Menning

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Lífið

Margt er gott að glíma við

Auglýsing

Nýjast

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Upplifa enn mikla skömm

Kvika er hryllingssaga um ástina

Leyfir gestum að húðflúra sig á sýningu

Auglýsing