Bubbi Morthens saknar þess að spila frammi fyrir á­horf­endum í kófinu. Hann opnar sig um það í ein­lægri færslu á Twitter þar sem hann segir „töff“ að geta það ekki.

Líkt og fram kom í til­kynningu í síðustu viku hyggst Bubbi bjóða upp á streymi á tón­leikana sína á Þor­láks­messu þar sem að­dá­endum gefst kostur á að kaupa að­gang að tón­leikunum í sjón­varpi fyrir 1800 krónur.

Þá hefur tón­leika­röðin færst um rúman mánuð vegna sam­komu­tak­markana og í fyrsta sinn frá upp­hafi sem slíkt er gert. Tón­leikarnir verða nú í Bæjar­bíói, Hörpu, Bíó­höllinni og Hofi dagana 19. janúar til 6. febrúar.

Bubbi er á ein­lægum nótum á sam­fé­lags­miðlum í morgun vegna málsins. Rifjar upp að hann hafi haldið Þor­láks­messu­tón­leikana ó­slitið í sömu mynd frá árinu 1985 en heims­far­aldur þurfti til að rjúfa þá hefð.

„Það er töff að meiga ekki spila fyrir á­horf­endur,síðan 1985 hef ég haldið tón­leika á þor­láks­messu,og til þess að rjúfa ekki hefðina er ég að leggja allt undir að geta streymt tón­leikum á þor­láks fyrir á­tján­hundruð krónur. Að mega ekki spila læf,er nánast eins og þú mátt ekki anda.“