Bubbi Morthens, tónlistarmaður, frumsýndi á dögunum ný tattú sem hann er með á bringunni.

Tattúin eru annars vegar spýtukall sem að ein dætra hans teiknaði og svo gítar. Bæði eru þau staðsett á bringunni eins og sést á myndunum. Bubbi segir í færslu sem hann deilir á samfélagsmiðlum sínum að hann sé með mörg tattú eftir dætur sínar. Tattúin teiknaði á hann listamaðurinn Chip Baskin en þetta eru ekki fyrstu húðflúrin sem hann teiknaði á hann.

Bubbi er með þónokkur húðflúr. Fyrr á þessu ári lét hann setja á sig texta sem hann sjálfur skrifaði á fjóra staði á líkamanum.

Árið 2019 lét hann húðflúra nöfn barnanna sinna á bakið á sér.