Bubbi Morthens eyddi deginum við tökur á kvikmyndinni Síðasta veiðiferðin þar sem hann mun leika sjálfan sig. „Ég er skrifaður inni í lokakafla myndarinnar og það má segja að það lifni aðeins yfir karakterum við að sjá mig.“

Hann segist ekki vilja gefa og mikið upp um söguþráð kvikmyndarinnar en hann er þó viss um að myndin muni vekja forvitni landsmanna. „Ég veit það mikið um myndina að ég er viss um að hún muni vekja gríðarlega athygli.“

Lendir í sömu aðstæðum og í myndinni

Hlutverk Bubba í myndinni er ekki ýkja fjarri daglegu lífi hans. „Þeir voru óskaplega þakklátir, karakterarnir í myndinni, við að rekast á mig þar sem bílinn minn hafði bilað. Þeir tóku mig upp í og voru mjög starstruck í myndinni.“

Bubbi lendir vikulega í því að agndofa aðdáendur verði á vegi hans og hann segist síðast hafa hitt slíkan aðdáenda fyrr dag. „Þá gildir bara að brosa að vera sætur og auðmjúkur og glaður og láta á engu bera.“

Best að vera á smáhest

Hann telur mikilvægt að halda jarðtengingu við upplifun slíkrar aðdáunar. „Það skiptir máli að vera ekki setja sig á háan hest, enda er leiðinlegt að vera á háum hesti, það er lang best að vera á litlum pony.“