Bubbi Morthens eignaðist lítinn afa­strák síðast­liðinn föstu­dag. Strákurinn litli er sonur Grétu Morthens, dóttur Bubba og Viktors Jóns Helga­sonar.

Bubbi greindi frá nýjasta ættingjanum montinn á Face­book. „Lífið er ekkert annað en undur,“ skrifar Bubbi og segir for­eldrana al­sæla. Þau eiga fyrir dótturina Veru sem er tveggja ára.

Bubbi er mikill fjöl­skyldu­maður. Í sumar fékk hann sér til að mynda húð­flúr með nöfnum barna sinna á bakið en kappinn á sex börn. Er nöfnum þeirra raðað niður bak hans eftir aldri.

Afa strákur Morthens kom í heimin þann 11 des,Gerta mín og viktor eru alsæl lífið er ekkert annað en undur ❤️❤️

Posted by Bubbi Morthens on Saturday, 12 December 2020