Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eignaðist sitt fyrsta barnabarn á dögunum. Hann greinir frá þessum gleðitíðunum í færslu á Facebook í gær.

Brynjar segist hafa tekið eftir því að eftir að barnið fæddist sé hann orðinn mildari og finna fyrir aukinni samkennd með öðrum.

„Ég finn mikið til með Birni Leví sem hefur þurft að sæta kúgun og andlegu ofbeldi vegna klæðaburðar. Að geta ekki verið eins og niðursetningur í þingsal er síst minna ofbeldi og kúgun en konur í Íran þurfa að þola. Ég vil því nota tækifærið að biðja Björn Leví afsökunar á að hafa verið þátttakandi í þessari kúgun og einelti og ekki náð að tengja aðstæður hans við hörmulega stöðu kvenna víða um heim,“ skrifar Brynjar meðal annars í færslunni.