Brynjar Níels­son, fyrr­verandi þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins og ný­ráðinn að­stoðar­maður Jóns Gunnars­sonar innan­ríkis­ráð­herra, er hættur á Face­book – að minnsta kosti tíma­bundið.

„Jæja, nú þarf ég að kveðja fés­bókina tíma­bundið. Í nýju djobbi er ekki gert ráð fyrir á­byrgðar­lausu glensi á sam­fé­lags­miðlum,“ segir Brynjar sem lét ýmis­legt flakka á Face­book-síðu sinni meðan hann var þing­maður og eftir það.

Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem Brynjar lýsir því yfir að hann sé hættur á Face­book. Árið 2017 til­kynnti að hann væri hættur á miðlinum af heilsu­fars­á­stæðum. Ekki leið á löngu þar til Brynjar mætti tví­efldur til leiks. Ó­víst er hvort það sama verði uppi á teningnum núna.