Leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson og leikmyndahönnuðurinn, Brynja Björnsdóttir gengu í það heilaga um helgina.

Hjónin héldu glæsilegt sveitabrúðkaup á Vestfjörðum, en veislan var haldin í hlöðu í fallegu umhverfi. Gestirnir mættu í sínum fínasta ullarfatnaði og gistu einhvejir í tjöldum á svæðinu.

Hlaðan og langborðin voru einstaklega skemmtilega skreytt, en parið endurnýtti diska og glös, sem og sóttu skreytingar úr nærumhverfinu, svo strá og skeljar sem rituð vorfu á nöfn gestanna fyrir borðhaldið.

Sveitabrúðkaup eru einstaklega sjarmerandi og skemmtileg.
Mynd/Skjáskot
Margt var um manninn.
Mynd/Skjáskot
Kvöldið var toppað með brennu þegar fór að rökkva og dansað fram á nótt.
Mynd/Skjáskot

Parið hefur verið trúlofað síðan árið 2018. Saman eiga þau tvö börn, Jón Egil og Birtu Hallgerði.

Lífið á Fréttablaðinu óskar hjónunum til hamingjun með ástina!